GERÐU MYNDBAND SEM ALMENNINGUR FÉKK AÐ RÁÐA

0

Söngkonan Tara Mobee var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sitt „Do Whatever.“ Hugsunin á bakvið gerð myndbandsins er frekar skemmtileg og öðruvísi en þar fékk Tara þá hugdettu að fá almenning með sér í lið.

„Við ákváðum að gera myndbandið aðeins öðruvísi og fá almenning til að taka þátt. Semsagt almenningur ákvað alfarið hvað við gerðum í myndbandinu.“ – Tara Mobee

Ferðalagið byrjaði 18. September og var haldið af stað kl 6:00 um morguninn í algjöra ævintýraferð. Keyrt var í kringum landið á 24 tímum og var allt tekið upp sem þeim var sagt að gera á leiðinni í gegnum snapchat og Instagram.

Hægt er að sjá fyrir neðan myndbandið á youtube allan listann yfir allt það sem var gert.

Skrifaðu ummæli