GEKK Í SKROKK Á SAMSTARFSMÖNNUM SÍNUM

0

Hljómsveitin Tappi Tíkarrass sendi fyrir helgi frá sér glænýtt lag og myndband en það ber heitið „Eitthvað Eitrað.” Myndbandið er það fyrsta sem sveitin sendir frá sér á ferlinum sem er nokkuð ótrúlegt því saga hennar er orðin ansi löng og viðburðarmikil!

„Eitthvað Eitrað“ er kraftmikið rokklag með grípandi gítar riffum. Myndbandið er einkar skemmtilegt en þar má sjá bardagakonu fá bókstaflega nóg af samstarfsmönnum sínum með ansi svæsnum afleyðingum!

Hlynur Hólm á heiðurinn af myndbandinu en Sunna Wiium Gísladóttir fer með aðalhlutverkið.

Skrifaðu ummæli