GEIMVERUR, UFO OG PÁLMATRÉ

0

kría 1

Síðastliðinn mánudag sendi tónlistarkonan Kría frá sér tvö ný lög „Pressure“ og „Parting“ en í dag kom út stórskemmtilegt myndband við lagið „Parting.“ Ágústa Ýr Guðmundsdóttir leikstýrir og skaut myndbandið og gerir hún það listarlega vel!

kría 2

Kría hefur verið að vekja á sér verðskuldaða athygli að undanförnu og óhætt er að segja að daman er á hraðri siglingu um þessar mundir. Hér er á ferðinni frábært myndband við frábært lag þannig hækkið, horfið og njótið gott fólk!

Myndbandið við lagið „Pressure“ er væntanlegt næstkomandi föstudag 2. September og bíðum við spennt eftir því!

Comments are closed.