GEIMVERUR SEM SPRENGJA Á ÞÉR HUGANN

0

Hljómsveitin Lady Babuska var að senda frá sér glænýtt lag sem ber heitið „Blokks.“ Laginu umtalaða má lýsa sem „new school“ trap lagi sem kemur þægilega á óvart en um leið sprengir á þér hugann! Lagið var samið af Arnari Helgasyni og Jóni Friðrik Sigurðssyni.

„Blokks er síðasta lagið sem heyrist áður en þeir gefa út sína aðra plötu en hún er væntanleg seinna á árinu. Aðal þema plötunnar verður electronic geimveru power með hiphop trapstep classical ívafi.“ – Jón Friðrik Sigurðsson. 

Kapparnir hafa mikinn áhuga á að vinna með öðrum listamönnum og hafa þeir meðal annars gefið út lög með Valby bræðrum, Heimir Rappara og Kött Grá Pje svo fátt sé nefnt.

 

Skrifaðu ummæli