GEGGJUÐ GÆÐI OG ALLT TEKIÐ UPP Á SÍMANN

0

asa-3

Tónlistarkonan Ása var að senda frá sér glænýtt og glæsilegt myndband við lagið „Crocodile Tears” Ása hefur vakið á sér verðskuldaða athygli að undanförnu en  hún var tilnefnd sem nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2017. Lagið Allways hefur hljómað á öldum ljósvakans að undanförnu en myndbandið við lagið vakti talsverða athygli, enda stórglæsilegt!

asa-2

Myndbandið við „Crocodile Tears” er allt tekið upp á Samsung Galaxy Edge síma og er útkoman vægast sagt frábær! Viktori Alexander Bogdanski eða blindspot tók upp myndbandið. Skautaferð, bilaður bíll og hamborgaraát er hluti af því sem má sjá í myndbandinu en lagið sjálft er tær snilld og afar grípandi!

Það geta allir gert þetta, tæknin er orðin svo mikil og gæðin úr þessum símum er snilld! – Ása.

Skrifaðu ummæli