Geggjað myndband frá Fufanu: Þetta er fu….. snilld!

0

Hljómsveitin Fufanu var að senda frá sér virkilega glæsilegt myndband við lagið „One To Many.” Lagið er virkilega svalt og hreinlega lekur af því leðjan, svo svalt er það! Myndbandið er eins og fyrr kemur fram virkilega glæsilegt en orðið “tryllt” kemur einnig upp í hugann þegar horft er á það. Erling Bang og félagar fara á kostum í myndbandinu sem og hrúga af allskonar fólki!

Myndbandið er unnið af hinum margrómuðu Snorri Bros en þeir eru tveir af helstu ljósmyndurum og kvikmyndagerðarmönnum sem þjóðin hefur af sér alið! Rough Cult framleiðir einnig myndbandið en við mælum með að þú skellir á play, hækkir í botn og hrisitr búkinn, þetta er fu….. snilld!

Skrifaðu ummæli