GEFUR EINGÖNGU ÚT LÖG 13 HVERS MÁNAÐAR

0

Tónlistarmaðurinn AFK sendir í dag frá sér nýja smáskífu og tónlistarmyndband með sem nefnist, „You Know.“ Kappinn ákvað að gefa þetta út í dag til að fagna nýju ári og einnig er eitt ár síðan hann gaf út sitt fyrsta lag, svo til að toppa það þá er 13. janúar einnig afmælisdagurinn hans!

Skemmtilegt að segja frá því að AFK gefur eingöngu út lög 13 hvers mánaðar og mun halda sig við þá hefð 2018. Hann er að leggja drög að nýrri plötu sem kemur út seinna á árinu og á næstu mánuðum mun hann gefa út fleiri lög og myndbönd og koma fram á Íslandi og víðar.

Höfundur lag og texta er sjálfur Andri Fannar Kristjánsson (AFK).

 

 

 

Skrifaðu ummæli