GEFÐU ROKKTÓNLEIKA Í JÓLAGJÖF

0

casio-2

Hljómsveitin Casio Fatso er að bjóða fólki að kaupa gjafabréf sem veitir handhafa eina rokktónleika á árinu 2017. Herlegheitin Kostar 15.000 kr og kemur sveitin hvert sem handhafi vill innan höfuðborgarsvæðisins (t.d. stofan heima, vinnustaður etc).

casio

Handhafi verður að skaffa stað til að spila á nema sá vilji nýta sér Casioland, æfingarrými Casio Fatso. Kaupandi getur bætt við 5.000 kr og valið óskalag að eigin vali sem hljómsveitin flytur á tónleikunum. Kaupandinn fær í hendur númerað gjafabréf.

Bókanir sendist á casiofatso@gmail.com eða á Facebook síðu sveitarinnar. Tímasetning tónleika er samkomulag. Gefðu sniðuga jólagjöf í ár. Gefðu rokktónleika!

Skrifaðu ummæli