GDRN sendir frá sér sína fyrstu plötu – Heljarinnar útgáfutónleikar á Prikinu í kvöld!

0

Í dag gefur GDRN ásamt tvíeykinu ra:tio út sína fyrstu plötu en hún ber heitið Hvað Ef. Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir eins og hún heiti réttu nafni hefur heldur betur verið áberandi að undanförnu og mun þessi snilldar plata hækka hróður hennar enn frekar!

Auður og Floni koma einnig fram á plötunni en blásið verður til heljarinnar útgáfutónleika á Prikunu í kvöld. Herlegheitin byrja stundvíslega kl 21:00 en eftir miðnætti tekur 101 Savage við og spilar til lokunar.

Skrifaðu ummæli