GAT ÞETTA STAÐIST? HAFÐI ÉG MISST VITIÐ? HVERJUM GAT ÉG TREYST?

0

Tónlistarmaðurinn Magnús Leifur var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist, „Pterodactyl.“ Lagið og nafnið sjálft kom til Magnúsar í draumi og um leið og hann vaknaði upp frá þessum ljúfa draumi snaraði hann því samstundis niður á nótur og hóf upptökuferlið sem var langt og strangt.

Svo spyr maður sig, hvað er Pterodactyl? Magnús Leifur ákvað að nýta tímann inn á milli verka í rannsókn á þessu fyrirbrigði Pterodacty og komst hann að skemmtilegum sannleika að þetta er heiti á útdauðri flugeðlu sem talin er vera fyrsta eðlan á plánetunni jörð sem þróaði með sér vængi og hóf sig til flugs. Vísindamenn segja eðluna hafa dáið út fyrir 65 milljónum árum síðan ásamt öðrum risaeðlum vegna loftstein sem skall á jörðinni.

„Gat þetta staðist? Hafði ég misst vitið? Hverjum gat ég treyst? Var verið að fylgjast með mér? Eftir ítarlega leit og för mína í gegnum óþrjótandi samsæriskenningar komst ég að hinu sanna…Pterodactyl lifir!!!“

Rannsóknamennskan dró Magnús hinsvegar lengra og dýpra í fen kenninga um að hugsanlega sé Pterodactyl (Pterodactylus antiquus) ekki útdauð eftir allt saman. Og það sem meira er, hún lifir góðu en mjög einangruðu lífi uppi á Vestfjörðum Íslands þar sem hún dregur lífið fram á fágætum fjallagrösum og hrossaþara.

Eftir að Magnús komst til botns í þessu dularfulla máli gat hann fullkomlega klárað lagið sem hafði komið svo undurblítt til hans í draumnum góða.

Skrifaðu ummæli