GANGLY FLÆÐIR UM VITUND HLUSTANDANS

0

gangly

Hljómsveitin Gangly er á blússandi siglingu um þessar mundir en sveitin var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Blow Out.“

Það er eitthvað við Gangly sem lætur manni líða vel og streytan hverfur úr líkamanum eftir amstur dagsins.

gangly-2

Umrætt lag er virkilega töff og er myndbandið ekkert sýðra en það er   Máni Sigfússon sem á heiðurinn af því. Lagið er  mixað af Eric J, en hann hefur unnið með ekki ómerkari sveitum eins og Flume, Chet Faker og Kylie Minogue svo fátt sé nefnt.

Sveitin kemur fram á Hróarskeldu næsta sumar, óhætt er að segja að mikið er um að vera hjá þessarri frábæru sveit!

Skrifaðu ummæli