GAMLAR KLIPPUR OG FEITT ROKK FRÁ DR. SPOCK

0

spock-3

Hljómsveitin Dr. Spock hefur lengi vel verið ein vinsælasta rokksveit landsins en í dag frumsýnir Albumm.is glænýtt og hressilegt myndband við nýjasta smell sveitarinnar sem nefnist „NAMENAKUTSAME.“

Kraftmeiri sveit er erfitt að finna og er þéttleikinn algjörlega í fyrirrúmi! Lagið er í alla staði mikil snilld og ætti það að fá hvert mannsbarn til að hrista á sér hausinn!

spock

Leikstjóri myndbandsins er enginn annar en meistarinn Árni Sveins og er það einkar skemmtilegt enda ekki annað hægt þegar Árni Sveins á í hlut!

Gamlar klippur mynda skemmtilega stemmingu en jafnframt stórfurðulega, það fílum við! Von er á meira nýju efni frá Dr. Spock. Árið 2017 verður spennandi!

Í dag er litli föstudagur þannig það er ekkert annað í stöðunni en að skella á play og njóta lífsins!

Skrifaðu ummæli