Galdrar, dulspeki og ógnaröfl alheimsins

0

kanadíska hljómsveitin ZAUM munu loka hátíðinni.

Doomcember er tónlistarhátíð til heiðurs dómsmálms (Doom Metal), sem er þungt rokk sem einkennist af þungum og hægum takti, yfirþyrmandi andrúmsloft og hávaða. Textarnir fjalla um minni tengd heimsenda, göldrum, dulspeki og ógnaröflum heimsins, ásamt tilvísunum í hugvíkkandi athafnir.

Á undanförnum áratug hefur þessi stefna, dómsmálmur, fengið byr undir báða vængi og er nú urmull af íslenskum hljómsveitum sem falla undir það hugtak. Það hugtak hefur þó í raun orðið regnhlífar hugtak yfir doom, stoner, drone og sludge tónlist.

Stefnan hefur orðið sífellt meira áberandi á tónleikum og tónlistarhátíðum á undanförunum árum. Og hefur það heyrst á hátíðum á borð við Eistnaflug, Norðanpaunk Fuzzfest, Lizardfest og Spacefest. Árið 2016 bættist Doomcember við.

Hátíðin er haldin núna í þriðja sinn dagana 14. og 15. Desember, á Gauknum í miðbæ Reykjavíkur. Hátíðin hefur stækkað á hverju ári og er núna í fyrsta sinn í tvo daga og munu átta fjölbreytilegar hljómsveitir frá Íslandi spila auk hina kanadísku ZAUM sem munu loka hátíðinni.

Hægt er að nálgast mið á hátíðina á Tix.ishttps://www.youtube.com/watch?

Skrifaðu ummæli