GAF ÚT SITT FYRSTA LAG TÍU ÁRA GAMALL

0

Tónlistarmaðurinn Gud Jon eða Guðjón Böðvarsson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér lagið „Alright for night.” Guðjón er búsettur í London en þar vinnur hann að sinni tónlist og er EP plata væntanleg í byrjun næsta árs.

Guðjón hefur verið mjög lengi í tónlist þrátt fyrir ungan aldur en hann gaf út sitt fyrsta lag aðeins tíu ára gamall! Kappinn hefur nánast alla tíð þanið raddböndin í kórum en hann hefur einstaklega fallega rödd! Vefmiðillinn Highclouds.org lýsir laginu sem blöndu af elektróník og folk tónlist í anda James Blake og Bon Iver, ekki slæmt það!

Skrifaðu ummæli