G.MARÍS SENDIR FRÁ SÉR TVÖ GLÆNÝ LÖG

0

G MARIS2

Tónlistarmaðurinn G.Marís hefur komið víða við á talsvert löngum ferli en hann gerði garðinn frægann sem rappari, en kappinn er einnig framúrskarandi pródúser.

„Ég byrjaði einungis að rappa og hef ég gefið persónulega út tvær plötur, „Hvernig Rúllar Þú“ sem ég gaf út með Didda fel úr Forgetten lores og „Rædaðu Með,“ sem ég gaf út með strákunum í þriðju hæðinni.“ – G.Marís.

Kappinn hlustar mikið á gamlar Soul plötur en þar finnur hann brot (Sömpl) sem hann notar á skemmtilegan hátt í sínum lögum.

G MARIS

Nýverið sendi kappinn frá sér tvö lög með stuttu millibili en þau heita „Supersonic“ og „Groove With You“ og eru þau tekin af svokallaðri Beat-Tape sem er væntanleg í sumar.

Comments are closed.