G MARÍS SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

gmaris

Tónlistarmaðurinn G Maris var að senda frá sér nýtt lag og myndband sem nefnist Byrjun Á Endi.  G Marís hefur verið að gera rapp tónlist í ellefu ár og hefur hann gefið út tvær plötur og verið gestarappari á fjölmörgum plötum hjá mörgum af frambærilegustu röppurum landsins. Gunnar eins og hann heitir lagði tónlistina á hilluna á meðan hann lauk námi í leiklist og er nú útskrifaður og er tónlistin því komin á fullt aftur!

„Ég er byrjaður aftur að gera mikið af tónlist og ekki bara eina stefnu heldur bara það sem ég er í stuði fyrir. Ég mun vera að henda út hinum og þessum verkefnum á næstunni, en hiphop gef ég aftur út í vetur. Ég er mjög virkur ad prodúsa hiphop takta.“

Lag, texti og útsetning: G Marís

Myndband: G Marís

Comments are closed.