G. MARÍS SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ MOVING TO FAST

0

 G.Maris

Moving To Fast er nýtt lag frá tónlistarmanninum G. Marís en hann efur verið að senda frá sér nokkur lög að undanförnu. G. Marís kemur úr Hip Hop senunni en það má segja að nýja lagið sé instrumental Hip Hop.

„Ég fékk hugmyndina og eldmóðinn af þessu lagi útfrá upprunalega laginu með The Stylistics: People make The World Go Around. Eitt besta soul lag allra tíma að mínu mati og þetta er það sem er skemmtilegt við hiphop pródúseringu að gera, við hikum ekki að taka hljóðbúta og klippa þá í klessu og gera nýja útgáfu af einhverri geðveiki“ – G. Marís

Myndbandið er klippt saman úr gömlum myndbrotum frá Brooklyn en það passar einkar vel við tónlistina.

Comments are closed.