Fyrstu nöfnin tilkynnt á Extreme Chill Festival

0

Tónlistarhátíðin Extreme Chill festival fer fram í Reykjavík dagana 7-9 September 2018. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en segja má að hún einkennist af elektrónískum tónum í víðum skilningi! Dagskrá hátíðarinnar hefur alltaf verið framúrskarandi og ekkert lát verður á herlegheitunum þetta árið!

Tónlistarmaðurinn Banco De Gaia kemur fram á hátíðinni.

Nöfnin sem hafa nú þegar verið tilkynnt eru Banco De Gaia, Andrew Heath, Hafdís Bjarnadóttir og Bára Gísladóttir. Hátíðin er konfekt fyrir bæði augu og eyru og ætti enginn að láta þessa flottu hátíð framhjá sér fara!

Hægt er að sjá stiklu frá hátíðinni hér.

Skrifaðu ummæli