FYRSTU ÍSLENSKU HJÓLABRETTIN STÖÐVUÐ Í FRAMLEIÐSLU / SLÁANDI GRAFÍK

0

Haukur Már EinarssonMoldSteinar FjeldstedAlbúmÓmar Örn Hauksson

Það hefur varla farið framhjá neinum að fyrstu alíslensku hjólabrettin komu á markað fyrir helgi en við erum að sjálfsögðu að tala um Mold Skateboards. Brettin hafa vakið mikla athygli og ekki síst fyrir grafíkina en heiðurinn af henni á Ómar Örn Hauksson Art Director hjá Mold Skateboards. Grafíkin er af landsþekktum fígúrum en ekki voru allir sáttir og haft var samband við Mold Skateboards og þeir vinsamlegast beðnir um að taka brettin úr umferð.

„Þetta fór fyrir brjóstið á sumum en það eru aðrar pælingar komnar í gang, ég segi ekkert meira eins og er“ – Ómar Örn Hauksson.

Það má segja að fyrstu brettin frá Mold Skateboards hafa vakið talsverðum usla og eru orðin instant limited edition eða collectors item ef maður leifir sér að sletta en nú þegar hefur verið boðið 40.000 krónur í eitt brettið.

„Þetta kom ekki í miklu upplagi en um tíu bretti eru í umferð“ – Haukur Már Einarsson.

Nýjar teikningar eru á teikniborðinu en Mold Skateboards fullyrðir að þær eru ekkert síðri og eiga eftir að vekja mikið umtal!

Það verður gaman að fylgjast með Mold Skateboards á næstunni!

mold mynd 6

Comments are closed.