FYRSTA SMÁSKÍFAN FRÁ STEINARI GUÐJÓNSSYNI (NOT A CROOK) ANNIHILATE ME

0

Not-a-crook_litur_final1

Annihilate Me er opnunarlag nýrrar sólóplötu frá íslenska tónlistarmanninum Steinari Guðjónssyni. Steinar hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í rúman áratug, lengst af með hljómsveitinni Coral og einnig með jazzkvartettinum Skver. Steinar býr nú og starfar í Kaupmannahöfn og er verkefnið ‘Not A Crook’ afrakstur síðastliðinna fjögurra ára þar í landi. Steinar spilar sjálfur á flest hljóðfærin, en á trommur leikur Þorvaldur Kári Ingveldarson. Upptökur fóru fram á Íslandi og í Danmörku á haustmánuðum 2014. Kristinn Evertsson sá um upptökur og hljóðblöndun en Finnur Hákonarson hljómjafnaði. Platan kemur einungis út á stafræmu formi og má nálgast á Bandcamp, iTunes, Spotify, SoundCould og YouTube.

Comments are closed.