Fyrsta sjónvarpsframkoman í átta ár – Ævintýri líkast

0

Í gær 22. Maí kom tónlistarkonan Björk fram í sjónvarpsþættinum Later With Jools Holland en þetta er hennar fyrsta sjónvarpsframkoma í átta ár. Björk spilaði tvö lög í þættinum, „Courtship” af nýjustu plötu sinni, Utopiu, sem og lagið „Anchor Song” af fyrstu plötu sinni, Debut.

Frammistaða Bjarkar og útlit sviðsins var ævintýri líkast og fregnir herma að skapast hafi afar sérstakt og þægilegt andrúmsloft í salnum! Með Björk voru íslensku flautuleikararnir, Manu Delago sá um ásláttarhljóðfærin og Bergur Þórisson um raftóna.

Bjork.com

Skrifaðu ummæli