FYRSTA ROLLER DERBY MÓTIÐ Á ÍSLANDI

0

Laugardaginn 8. apríl verður í fyrsta skipti haldið Roller Derby mót á Íslandi. Liðin Suffolk Roller Derby og Team Unicorn koma frá Bretlandi og munu keppa á móti íslenska liðinu Ragnarökum og hvoru öðru á þriggja liða mótinu Þríhöfða sem fer fram í Hertz Höllinni, Seltjarnarnesi.

Tímaplanið fyrir leikina verður:

13:30 – Ragnarök vs. Team Unicorn
15:45 – Ragnarök vs. Suffolk Roller Derby
18:00 – Team Unicorn vs. Suffolk Roller Derby

Hægt verður að kaupa miða á stakan leik (1000 kr) eða á allt mótið (2000 kr) og er miðasala hafin á tix.is. Frítt verður fyrir 12 ára og yngri.

Styðjum stelpurnar í Ragnarökum og fjölmennum í Hertz Höllina þann 8. apríl!

Skrifaðu ummæli