FYRSTA PLATA SOFFÍU BJARGAR KEMUR ÚT RAFRÆNT Í ÞREMUR PÖRTUM

0

soffia-bjorg-promo-2017-final-low-res

Tónlistarkonan Soffía Björg gefur út sína fyrstu plötu rafrænt í þremur pörtum á þremur mánuðum.  Platan kemur út í heilu lagi á vínyl og geisladisk þann 13. Apríl næstkomandi.

Fyrsti parturinn er nú komin út rafrænt á tonlist.is, Spotify, iTunes, Music, Tidal, Deezer o.fl. og inniheldur hann lögin; Back & Back Again, Eardrum, Drink og Grateful.

Plötuna tók Soffía upp með breska upptökustjóranum Ben Hillier (Blur, Elbow, Depeche Mode, Doves) í sundlauginni á síðasta ári ásamt tónlistarfólkinu Pétri Ben, Kristofer Rodriques og Ingibjörgu Elsu.

soffia-bjorg-soffia-bjorg-cover-artwork-final-low-res
Í lok síðasta árs komu út tvær smáskífur af plötunni I Lie og The Road sem báðar vöktu mikla athygli hér heima sem erlendis.  Stórir tónlistarmiðlar eins og The Line of Best FitStereogum og Consequence of Sound hafa keppst um að hlaða Soffíu lofi og íslendingar hafa tekið vel eftir henni líka. Soffía er t.d. tilnefnd til þrennra verðlauna á Hlustendaverðlaununum ásamt því að hafa hlotið tilnefningu ti Króksins hjá Rás 2.

Soffía er nýkomin heim frá tónlistarhátíðinni Eurosonic í Hollandi þar sem hún vakti mikla eftirtekt fulltrúa tónlistarhátíða í Evrópu.

Fyrsta plata Soffíu ber einfaldlega nafn hennar, Soffía Björg og kemur út eftirfarandi:

13. janúar 2017 :: Soffía Björg – Part I (rafræn útgáfa)

Back & Back Again
Eardrum
Drink
Grateful

13. febrúar 2017 :: Soffía Björg – Part II (rafræn útgáfa)

The Road
Searching For You
Slow & Low
Johnny

13. mars 2017 :: Soffía Björg – Part III (rafræn útgáfa)

Indigo & Gold
Silence the Voices
Narcissa
I Lie

13. apríl :: Soffía Björg – Soffía Björg (vínyll og geisladiskur)

Back & Back Again
Eardrum
Drink
Grateful
The Road
Searching For You
Slow & Low
Johnny
Indigo & Gold
Silence the Voices
Narcissa
I Lie

http://soffiabjorg.com

https://www.instagram.com/soffiabjorg

https://twitter.com/SoffiaBjorg

Skrifaðu ummæli