Fyrsta laginu var púslað saman í skúr í Kópavogi

0

Tónlistarmaðurinn Ari Árelíus eða Ari Frank Inguson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér EP plötuna Emperor Nothing og er þetta fyrsta platan hans en hann semur öll lög og texta ásamt því að spila á gítar og syngja.

Áður hafa tvö lög af plötunni heyrst á Rás tvö og komist þar á vinsældarlista. Platan á sér rúman tveggja ára aðdraganda, fyrsta laginu var púslað saman í skúr í Kópavogi og bættust svo fleiri lög við í gegnum mánuðina. Hljóðfæraleikarar á plötunni stunda allir nám í MÍT og áður í FÍH tónlistarskóla.

Lögin á Emperor Nothing eru samsuða úr ólíkum áttum. Heyra má djasskotna hljóma, suðræna trommutakta, sálarskotnar söng- og brasslínur ásamt því að það glittir í raftónlistar áhrif. Textarnir flakka á milli þess að vera tilvistarlegar vangaveltur um ást og missi yfir í það að vera ádeila á samfélagið með skvettu af súrrealisma.

Nálgast má plötuna rafrænt á spotify og bandcamp en einnig mun hún vera fáanleg á vínyl í mjög takmörkuðu upplagi og á cd. Þeir sem hafa áhuga á að versla gripinn er bent á Ariarelius.badcamp.com 

Daníel Sigurson útsetti öll blásturshljóðfæri ásamt því að leika á trompet. Magnús Skúlason leikur á trommur, Snorri Skúlason á bassa, Matthías Péturson á hljómborð og hljóðgervla og Matthías Birgisson á baritón saxófón. Ragnar Jónson sá um hljóðblöndun og hljómjöfnun

Skrifaðu ummæli