Fyrsta lagið sem kemur út frá því hún lenti í 3. sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015.

0

Tónlistarkonan Elín Sif var að senda frá sér lagið „Make You Feel Better” og er það fyrsta lagið sem hún gefur út frá því að hún lenti í 3. sæti í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2015. Þar flutti hún frumsamið lag „Í Kvöld”, þá 16 ára gömul. Síðan þá hefur hún meðal annars unnið Söngkeppni Framhaldskólanna 2016 ásamt hljómsveitinni Náttsól.

Lag og texti eru samin af Elínu sjálfri en að útsetningu komu Reynir Snær Magnússon, gítarleikari og Þorvaldur Þór Þorvaldsson, en hann útestti og hljóðblandaði lagið. Lagið má greina sem létt indie-popp og fellur vel að eyrum hlustenda.

Einnig er hægt að nálgast lagið á Spotify.

Skrifaðu ummæli