FYRSTA KVÖLD SÓNAR REYKJAVÍK VAR RAFMAGNAÐ

0

Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fór afar vel af stað í gærkvöldi og var Harpan iðandi af lífi og óhætt er að segja að stemmingin hafi verið tryllt! Fjöldinn allur af tónlistarfólki kom fram þetta fyrsta kvöld hátíðarinnar og má þar t.d nefna GKR, Glowie, Fm Belfast og Dj Frímann svo fátt sé nefnt.

Það mátti sjá bros úr hverju andliti og það er á hreinu að komandi helgi eigi eftir að vera hreint út sagt stórkostleg! Ljósmyndarinn Hafsteinn Snær Þorsteinsson kíkti á hátíðina í gær og tók hann þessar skemmtilegu ljósmyndir fyrir hönd Albumm.is

Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndirnar.

https://sonarreykjavik.com

Skrifaðu ummæli