FYRSTA HLAUPAHJÓLABÚÐIN OPNAR Á ÍSLANDI

0

scootlife (12)

Street Action er ný verslun sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á hlaupahjólum. Það eru hjónin Hjörtur Sólrúnarson og Gréta Engilberts sem eiga og reka verslunina með dyggri aðstoð frá syni þeirra, Jóni Engilberts.

scootlife (1)

 

Verslunin byrjaði í bílskúrnum hjá þeim í september 2015 en fljótlega kom í ljós að þau þurftu stærra rými, enda fer áhuginn á hlaupahjólum ört vaxandi hér á landi. Jón sonur þeirra er einn af bestu hlaupahjólaiðkendum landsins og er áhugi og ástríða hans á sportinu það sem ýtti við þeim hjónum að opna verslun með hlaupahjól.

scootlife (3)

Verslunin er með hlaupahjól fyrir jafnt byrjendur sem og lengra komna og einnig alla aukahluti sem þarf til að halda hjólunum við. Eins er viðgerðar og samsetningarrými á staðnum. Auk hlaupahjólana er seldur street fatnaður frá mekjum eins og Dickies, Globe og ALIS enda allt mjög þekkt merki innan þessa geira.

scootlife (4)

scootlife (8)

Verslunin er staðsett í Árbænum, Rofabæ 9 og er opin frá 13:00 – 18:00 virka daga og frá 11:00 – 17:00 á laugardögum.

Comments are closed.