FYRSTA BREIÐSKÍFA ÞUNGAPÖNKSVEITARINNAR WORLD NARCOSIS ER KOMIN ÚT.

0

a3445354967_10

Út er komin fyrsta breiðskífa þungapönksveitarinnar World Narcosis. Platan, sem ber titilinn World Coda, hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og hefur tekið talsverðum breytingum yfir þann tíma.

World Coda er ögrandi, óvægin og óreiðukennd en þó hádramatísk og fjölbreytt.

Fyrri plata sveitarinnar, samnefnd sjötomma sem kom út haustið 2011, fékk góðar viðtökur en lét þó nokkuð lítið fyrir sér fara, enda sveitin ekki ýkja virk á þeim tíma. Breyting á því er í vændum, og fyrsti liður í endurvakningunni er tónleikaþrenna sem hljómsveitin stendur fyrir í mánuðinum.

Plötuna má heyra á:  https://worldnarcosis.bandcamp.com

Tónleikadagskráin er sem hér segir:

Miðvikudagur 13. maí kl. 21:30:

Staðsetning: Dillon, Laugavegi

Aðgangseyrir: 500 kr.

Uppröðun:

World Narcosis

Mannvirki

Grit Teeth

Fimmtudagur 14. maí (uppstigningardagur) kl. 16:00:

Staðsetning: Lucky Records, Rauðarárstíg

Frítt inn

Uppröðun:

World Narcosis

Antimony

Qualia

Föstudagur 21. maí – opnar 20:00, hefst 21:00

Formlegir útgáfutónleikar – hápunktur þríleiksins.

Staðsetning: Húrra, Naustin

Aðgangseyrir: 1500kr og verður varningur frá hljómsveitunum til sölu.

Uppröðun:

World Narcosis

Kælan Mikla

Godchilla

Seint

Comments are closed.