FYRIRKOMULAG MIÐASÖLU Á TÓNLEIKA SIGUR RÓSAR Í HÖRPU

0

Einsog áður hefur komið fram þá býður Sigur Rós þér að fara “Norður og Niður” í Reykjavík milli jóla- og nýárs.

Í sex daga mun Sigur Rós taka yfir Hörpu, fylla hana af músík, list og viðburðum ásamt því að koma fram sjálf á fernum tónleikum í Eldborg dagana 27, 28, 29 og 30. desember.

1.500 manns komast á hverja tónleika Sigur Rósar í Eldborg og eru því allt í allt 6.000 aðgöngumiðar í boði.

Til að jafna hlut áhugasamra tónleikagesta við kaup á miðum ákváðu Sigur Rós og umsjónaraðili tónleikana, Kári Sturluson, að takmarka kaup við tvo miða per kaupanda á eina tónleika gegn framvísun skilríkja við afhendingu miða.

Fyrirkomulag þetta er ekki nýtt af nálinni og má td. benda á að við miðasölu á Glastonbury tónlistarhátíðina er einungis hægt að kaupa einn miða per kaupanda.

Miðasala á tónleika Sigur Rósar í Eldborg hefst mánudaginn 15. maí kl. 12.00 á harpa.is en með því að skrá sig á nordurognidur.is á fólk kost á mjög takmörkuðu magni miða í forsölu. Nánari upplýsingar um þá forsölu verða sendar út til þeirra sem skrá sig.

https://sigur-ros.co.uk

Skrifaðu ummæli