FYRIRGEFNINGIN ER MIKILVÆGI ÞESS AÐ HALDA EKKI Í GÖMUL ÓSÆTTI

0

Hljómsveitin Vasi var að senda frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „History Repeats Itself.“ Hljómsveitin samanstendur af tónlistarfólki frá Íslandi og Bandaríkjunum.

„History Repeat Itself er ballaða og fjallar um fyrirgefningu og mikilvægi þess að halda ekki í gömul ósætti. Textinn fjallar líka um hvernig sagan endurtekur sig; bæði mannkynssagan sem og atburðir í lífi fólks.“ – Vasi

Tónlistin er blanda af RnB, jazz, hip hop og soul og helstu áhrifavaldar eru listamenn eins og Robert Glasper, Erykah Badu, Anderson Paak, The Roots, J Dilla, D’Angelo og Moses Hightower.

Skrifaðu ummæli