FUTUREGRAPHER SENDIR FRÁ SÉR PLÖTUNA HRAFNAGIL 12. APRÍL

0
árni g

Ljósmynd: Kristín Dóra (Kridola)

Tónlistarmaðurinn Futuregrapher eða Árni Grétar eins og hann heitir réttu nafni er að senda frá sér glænýja breiðskífu 12. Apríl næstkomandi. Platan ber nafnið Hrafnagil og er tekin upp víðsvegar um Ísland frá bilinu 2014 til 2016.

hrafnagil 2

Futuregrapher er einn helsti raftónlistarmaður landsins en hann á fjölmargar útgáfur að baki og nú seinast ambient plötuna Eitt sem hann gerði ásamt Jóni Ólafssyni.

Árni lýsir tónlistinni á nýju plötunni sem Ambient Techno en þar er kappinn á algjörum heimavelli.

Árni er duglegur að sanka að sér allskyns flottum græjum og notar hann meðal annars  DX7, Z-1, JP-8080, TR-606, Mopho, TB-3, D-550 og Akai S3200 við gerð plötunnar.

Yagya og Bistro Boy hjálpuðu til við hljóðvinnslu. Platan er gefin út af Íslenska raftónlistarútgáfunni Möller Records sem er að hluta til í eigu Árna Grétars.

hrafnagil

Hér að neðan má sjá lagalista plötunnar:

  1. Pollurinn (117 bpm)
  2. Þórsberg (116 bpm)
  3. Móatún (129 bpm)
  4. Suðureyri (127 bpm)
  5. Innsta-Tunga (116 bpm)
  6. Útnaust (119 bpm)
  7. Stóri-Laugardagur (119 bpm)
  8. Hóll (127 bpm)

Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað bpm stendur fyrir þá er það beat per minute og segir til um hversu lagið er hratt.

Hægt er að forpanta gripinn inn á Bandcamp síðu kappans.

Comments are closed.