FUTUREGRAPHER SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „MÓATÚN (129 BPM)“

0

futuregrapher

Tónlistarmaðurinn Futuregrapher er virkilega afkastamikill, en ný plata er væntanleg frá kappanum sem ber það skemmtilega nafn Hrafnagil. Lagið „Móatún (129 bpm)“ kom út á dögunum og er það tekið af væntanlegri plötu en laginu má lýsa sem mínimalísku taktföstu sveimi eða minimal techno ambient. Platan mun vera öll í þessum stíl og segir Árni Grétar (Futuregrapher) þetta vera sitt besta verk hingað til.

„Það er ekkert dropp í laginu heldur bara tilfinningar og sál eins og í málverki.“ – Árni Grétar

Hrafnagil (1)

Græjurnar sem Árni notar í laginu eru TB-3, Z-1, JP-8080, MC-505 og Mopho og er nafnið „Móatún (129 bpm)“ gata sem hann bjó einu sinni á. Lagið er tekið upp í 104 Reykjavík heima hjá vini Árna og er mixað heima hjá tónlistarmanninum Yagya.

Frábært lag hér á ferðinni frá einum hæfileikaríkasta tónlistarmanni Íslands og þó víðar væri leitað!

Comments are closed.