FUTUREGRAPHER OG MICK CHILLAGE MEÐ BREIÐSKÍFU Í POKAHORNINU

0

skua

Tónlistarmaðurinn Futuregrapher réttu nafni Árni Grétar situr aldrei auðum höndum! Kappinn sendi nýverið frá sér breiðskífuna Eitt ásamt tónlistarmanninum Jóni Ólafssyni. Platan hefur fengið glymrandi dóma og var meðal annars valin ein af plötum ársins á Albumm.is

Futurgrapher og Írski tónlistarmaðurinn Mick Chillage eru nýtt dúó og vinna þeir saman undir nafninu Skua Atlantic. Skua Atlantic hafa verið iðnir við að semja og taka upp tónlist að undanförnu og stefnt er á útgáfu fyrstu breiðskífu dúósins á næstunni.

Hér er hægt að hlusta á brot úr öllum lögum væntanlegrar breiðskífu Skua Atlantic.

Comments are closed.