FUTUREGRAPHER OG JÓN ÓLAFSSON SENDA FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA EITT Í DAG

0

Eitt_futuregrapher-jon_olafsson

Futuregrapher (Árni Grétar) og Jón Ólafsson senda frá sér breiðskífuna EITT í dag. Flestir tengja Futuregrapher við raftónlistarsenuna á Íslandi en það má segja að hann sé eitt stærsta nafnið í þeim geira. Kappinn rekur einnig plötuútgáfuna Möller Records en sú útgáfa sérhæfir sig í útgáfu á Íslenskri raftónlist. Jón Ólafsson þekkja allir sem píanóleikarann úr hljómsveitinni Ný Dönsk, þáttarstjórnandi Af Fingrum Fram og tónlistarstjóri fjölda leiksýninga svo fátt sé nefnt.

EITT 2

EITT 3

Það má með sanni segja að þessir snillingar koma úr ólíkum áttum en hafa nú leitt saman hesta sína á þessari athyglisverðu breiðskífu. Samstarfið þykir einkar óvenjulegt en því um forvitnilegra. Hverjum hefði grunað að einn helsti poppari landsins ætti eftir að gera plötu með einum helsta raftónlistarmanni landsins.

eitt

EITT 4

EITT er Ambient plata þar sem Jón spilar á píanó og Árni Grétar sér um rafhlutan en þessi blanda er að svínvirka og mun svo sannarlega vera ein af plötum ársins.

„Ég fór ekkert að stúdera þessa tónlist áður en við byrjuðum á þessu. Ég settist niður og setti mér það markmið að spila í svona sex til sjö mínútur en sum lögin eru samin á rauntíma. Á plötunni eru nokkur lög sem eru samin fyrirfram, stef sem ég spinna í kringum.“Jón Ólafsson

„Ég sagði við gæjana hjá Möller Records að ég og Jón Ólafsson ætlum að gera plötu saman og það héldu allir að ég væri að djóka! Þeir heyrðu svo nokkur demó og það voru bara allir VÁ!“ –  Árni Grétar

Glæsileg plata hér á ferð og það ætti enginn að láta þennan gullmola framhjá sér fara!

Finnur Hákonarsson: Mastering

Sig Vicious: Ljósmyndir og Artwork

Öll lög samin af Jóni Ólafssyni og Árna Grétar

Mixuð af Jóni Ólafssyni og Árna Grétar

Lagalisti:

  1. Myndir
  2. Gluggi
  3. Börn
  4. Sálmur
  5. Nærvera
  6. Hringur
  7. Brot
  8. Vestur

LINKAR: 

http://futuregrapher.bandcamp.com/album/eitt

https://soundcloud.com/futuregrapher

http://www.futuregrapher.is

Tengdar Greinar:

http://albumm.is/nytt-myndband-fra-jon-olafs-og-futuregrapher/

http://albumm.is/jon-olafsson-og-futuregrapher

 

 

 

Comments are closed.