Futuregrapher og Eric „The“ Taylor leiða saman krafta sína!

0

Fyrir skömmu sendu tónlistarmennirnir Futuregrapher og Eric “The” Taylor frá sér plötuna Effects of Clouds. Platan var tekin upp í Reykjavík og í New York og er fyrsta platan sem þeir vinna saman! Effects of Clouds er tilraunakennd ambient plata í anda Tetsue Inoue, Jonah Sharp og Biosphere svo fátt sé nefnt.

Futuregrapher eða Árni Grétar eins og hann heitir réttu nafni hefur svo sannarlega vakið á sér verðskuldaða athygli fyrir fljótandi ambient tóna, Acid Teknó og allt þar á milli. Árið 2011 setti Árni á laggirnar plötuúgáfuna Möller Records ásamt  Jóhanni Ómarssyni (Skurken).

“The” Taylor hóf sinn tónlistarferil sem trommari og var hann talsvert áberaandi í jaðarsenunni í New York! Kappinn fjárfesti í raf trommum og þá var ekki aftur snúið! Fljótlega bættust “synthar” við og byrjaði  Eric “The” Taylor að semja allskonar rafskotna tónlist! Óhætt er að segja að kappinn hafi komið víða við á löngum og viðburðarræikum ferli en hann hefur unnið með gólki eins og Mick Chillage, Simon Matthews og Joe Locke svo fátt sé nefnt.

Ekki hika við að skella á play og fljóta um drauma alheimsins!

Mollerrecords.com

Skrifaðu ummæli