FUTUREGRAPHER GEFUR ÚT NÝJA PLÖTU

0

Skynvera.cover


Platan Skynvera með Futuregrapher (Árni Grétar) kemur út í dag 20. Nóvember. Þetta er önnur platan hanns en fyrsta platan kom út 2012 og fékk frábæra dóma og var valin ein af 20 bestu plötum það árið. Futuregrapher er þekktur fyrir að halda sér uppteknum í hinum og þessum verkefnum sem hann hefur gert í gegnum árin og telja megi nokkrar EP plötur, Singula, Remix og nú Skynvera svo fátt sé nefnt frá kappanum.

Futuregrapher mun halda útgáfukaffi í Lucky Records í dag 20. Nóvember frá klukkan 17-20.

Skynvera kemur út á CD, Viníl og MP3. Platan er gefin út hjá Möller Records 

WWW.FUTUREGRAPHER.IS

 

 Hér er hægt að sjá myndband við lagið Anna Maggý af plötunni Skynvera.

Comments are closed.