FUTUREGRAPHER FAGNAR TÍU ÁRA AFMÆLI SÍNU

0

Á morgun Þann 2. júlí fagnar tónlistarmaðurinn Árni Grétar (Futuregrapher) 10 ára afmæli, en 2. júlí 2007 stofnaði Árni Grétar myspace síðu fyrir hliðarsjálfið sitt. Þessum tímamótum fagnar Futuregrapher, og plötuúgáfufyrirtækið hans Möller Records, með útgáfu á 7” vinylplötu sem ber nafnið Hljóðsmali.

Á þessum 10 árum hefur Futuregrapher gefið út nokkrar breiðskífur (LP, Skynvera, Hrafnagil), fullt af smáskífum, endurhljóðblandað aðra tónlistarmenn, verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna, tilnefndur til Kraumsverðlaunanna, stofnað eigið útgáfufyrirtæki, ferðast um heiminn með tónlistina sína, spilað á mörgum tónlistarhátíðum og unnið með fullt af listamönnum í margs konar verkefnum.

Hljóðsmali inniheldur tvö lög;

707 House (A hlið) og 606 Techno (B hlið). Bæði lögin eru samin í heimahljóðveri Árna Grétars í Goðheimum – og er keyrt áfram af gömlu Roland trommuheilunum TR-707 og TR-606.

Platan fæst í plötubúðinni Lucky Records og í gegnum vefsíðu Möller Records á aðeins 2500 kr. – og fylgir einnig niðurhalskóði á stafræna útgáfu af plötunni. Einnig er hægt að versla eingöngu stafrænu útgáfuna.

Bandcamp.com

Mollerrecords.com

Skrifaðu ummæli