FUTUREGRAPHER, CRYPTOCHROME OG OLÉNA Á HÚRRA Í KVÖLD

0

Það verður sannkölluð veisla á skemmtistaðnum Húrra í kvöld en tónlist frá Futuregrapher, Oléna og Cryptochrome mun óma um staðinn! Mikið er um að vera hjá þessu frábæra tónlistarfólki en Futuregrapher er að senda frá sér 7″ þann 02.07.17 sem heitir Hljóðsmali í tilefni af tíu ára starfsafmæli sínu.

Oléna var að senda frá sér plötuna Domestic Migration sem hefur verið að fá frábærar viðtökur og Chryptochrome er á fleigiferð um heiminn! Það má búast við miklu fjöri á Húrra í kvöld og mælum við eindregið með að allir leggi leið sína þangað! Aðganseyrir er 1.500 kr og selt er við hurð.

Skrifaðu ummæli