Future Lion með nýtt lag og myndband – Hypnotize er drifið áfram með gítar, poppuðum takt og grípandi laglínum

0

Tónlistarmaðurinn Anton Ísak eða Future Lion var að senda frá sér í dag nýtt lag og myndband sem nefnist „Hypnotize“ en lagið skartar söng frá bresku söngkonunni Kate Wild.

Anton hefur verið mjög öflugur en hann sendi einmitt frá sér sína fyrstu EP plötu, Stories, fyrr á árinu.

„Lagið Hypnotize kemur vonandi fólki í sumargírinn þrátt fyrir fáa góða sumardaga hérna á Íslandi.“ – Future Lion.

Hypnotize er drifið áfram með gítar, poppuðum takt og grípandi laglínum. Myndbandið við lagið er unnið í samtarfi við Alissu sem er grafískur hönnuður frá Nígeríu og fékk Anton frábæra hjálp frá henni.

Skrifaðu ummæli