FUTURE FIGMENT ERU ÓGURLEGIR Í NÝJU MYNDBANDI

0

Hljómsveitin Future Figment hafa verið starfandi í núverandi mynd síðan árið 2013 en meðlimir hennar koma frá bæði Reykjavík og Hveragerði. Sveitin var að senda frá sér glæsilegt myndband við lagið „Dementia” Lagið er tekið af plötunni Qualm sem kom út í fyrra, hún var tekin upp af Future Figment í Bakarí hljóðver í Hveragerði.

Það er ýmislegt á döfinni hjá sveitinni á næstunni og má þá nefna tónleika á Eistnaflugi og er svo stefnan sett á spilamennsku í bandaríkjunum í vetur! Myndbandið er úr hugarheim Guðjóns Hermannssonar (Gaui H Pic) sem sá um bæði leikstjórn og klippivinnu.. Mix sá Birgir Örn Árnason um og Magnús öder masteraði.

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna Qualm í heild sinni.

Skrifaðu ummæli