FURA MEÐ GLÆNÝTT MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „WOLVERINE“

0

fura 2
Hljómsveitin Fura var rétt í þessu að senda frá sér glænýtt myndband við lagið „Wolverine“ en myndbandið er unnið af Kamillu Gylfadóttur. Í myndbandinu má sjá gamlar klippur í bland við nýtt efni en það kemur virkilega vel út og passar laginu einkar vel. Fura eru Björt Sigfinnsdóttir sem sér um söng en svo eru það snillingarnir Hallur Jónsson og Janus Rassmussen úr hljómsveitinni Bloodgroup o.fl sem sjá um útsetningar.

fura
Wolverine er virkilega flott lag og það er á kristaltæru að það á eftir að heyrast meira frá Furu.
Fyrsta breiðskífa sveitarinnar kemur út 2. Nóvember og verður því nóg að gera hjá sveitinni en þau koma fram fimm sinnum á Iceland airwaves. Herlegheitin hefjast í Hörpu á miðvikudeginum kl 22:20, ekki missa af því gott fólk!

Comments are closed.