FULLT AF KONUM Í RAFTÓNLIST OG MIKIL HUGSJÓN Í GANGI

0
Magnetosphere

Magnetosphere

Eftir að hafa hlustað á gagnrýnandann Jessicu Hopper á Bigsound árið 2015, kom Anya Trybala (Ninoosh) af stað Synth Babe Records til að hvetja konur í rafrænni tónlist. Anya Trybala er áströlsk tónlistarkona staðsett í Svíþjóð.

„Þökk sé tengslanetum eins og female:pressure og eftir að ég fór á frábært raftónlistarnámskeið í Kaupmannahöfn uppgötvaði ég fullt af frábærum tónlistarkonum sem eru að semja djarfa, rafræna tónlist og mig langar að deila þeim uppgötvunum.“ – Anya

magnet

Hún prófaði sig áfram á árinu og nú gefur hún út Synth Babe Records Volume 1. Platan inniheldur raftónlist með 16 nýjum listakonum sem hún hefur uppgötvað á þessu ári. Magnetosphere, tónlistarkona frá Íslandi er ein þeirra.

„Ég er orðin hundleið á því að lesa um kynbundið misrétti í tónlistarbransanum. Við fáum stanslaust að heyra um tölfræðina og sjá tónleikaraðir þar sem karlmenn eru í meirihluta. Mig langaði bara að sýna konur sem eru semja rafræna tónlist. Hér eru bara 16 en þær eru miklu fleiri. Þetta er bara byrjunin!“ –  Anya

nye-cover

Magnetpsphere er sólóverkefni Margrétar G. Thoroddsen og fyrsta útgefna lagið hennar „You“ er á plötunni.

„Ég er stolt af því að fá að taka þátt í þessu verkefni, enda mikilvæg hugsjón í gangi hjá Synth babe records. Anya er kröftug tónlistarkona með skapandi huga og svo gerir hún einnig frábæra raftónlist!“ – Margrét

Platan nær frá Belgíu til Bandaríkjanna, Ástralíu til Íslands og Mexikó til Svíþjóðar. Hún er rafræn og kraftmikil.

Hér er hægt að forkaupa plötuna:

Skrifaðu ummæli