FUFANU VINNUR MEÐ NICK ZINNER ÚR HLJÓMSVEITINNI YEAH YEAH YEAHS

0
fufanu

Fufanu

Hljómsveitin Fufanu er heldur betur á góðri siglingu en sveitin gerði plötusamning við One Little Indian og hefur verið á stanslausu flakki um heiminn að undanförnu. Fyrsta plata sveitarinnar Few More Days To Go leit dagsins ljós fyrir skömmu og hefur hún fengið glymrandi dóma hér á landi sem og erlendis.

Fufanu

Fufanu

Nýjasta smáskífan af umræddri plötu kemur út á föstu formi 11. Mars næstkomandi og nefnist Ballerina In The Rain en það er enginn annar en Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs sem aðstoðar drengina við lagið, ekki amarlegt það! Einnig má heyra rödd Dj Flugvél Og Geimskip í laginu en hún syngur bakraddir og blandast það listilega við söng Kaktus Einarssonar. Smáskífan inniheldur einnig remix eftir President Bongo eða Stephan Stephensen eins og hann heitir réttu nafni og margir kannast við úr hljómsveitinni GusGus en hann sendi frá sér breiðskífuna Serengeti nú á dögunum. Damon Albarn verður einnig með remix á plötunni en hann er búinn að vera strákonum innan handar að undanförnu. Ekki láta þenna grip framhjá þér fara!

Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs

Fufanu menn eru á leið í hljómleikaferð um Evrópu á komandi vikum og er mikil stemming innan hópsins fyrir komandi tímum.

Hér má heyra lagið Ballerina In The Rain sem er unnið af Fufanu og Nick Zinner:

Comments are closed.