FUFANU SENDIR FRÁ SÉR NÝJA PLÖTU OG HERJA Á BRETLAND

0

fufanu-3

Hljómsveitin Fufanu sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2015, A Few More Days to go. Þeir hafa spilað víða, hitað upp fyrir Damon Albarn á tónleikum í Royal Albert Hall og fyrir Blur í Hyde Park, svo fátt eitt sé nefnt.

„Dirfska þeirra og hæfileikar eru það sem gera þá án efa að uppáhalds íslenska atriðinu okkar yfir þessa helgi.“ – Dazed & Confused

Á Iceland Airwaves í fyrra fengu þeir sérstaklega góðar viðtökur og heilluðu þeir aðdáendur og gagnrýnendur með nýju efni, en veftímaritið Consequence of Sound lýsti þeim sem eitt af mest spennandi atriðunum á Iceland Airwaves.

„Án efa okkar uppáhalds íslenska hljómsveit“ – Stereogum

fufanu-album

Á síðustu mánuðum hafa þeir gefið frá sér myndbönd við lögin „Sports“ og „Bad Rockets,“ en þau hafa vakið mikla athygli fyrir frumleika. Nú senda þeir frá sér nýju plötuna Sports, sem kemur út í dag, föstudaginn 3. febrúar 2017 og í kjölfarið munu þeir halda út í tónleikaferðalag um Bretland.

„Ekki er hægt að finna neitt til að setja út á flutning þeirra. Enginn efi. Óaðfinnanlegt – þetta var flutningur  sem heillaði alla í salnum.“ – Drowned in Sound

TÓNLEIKADAGSETNINGAR:

14. feb. – Gulliver’ s – Manchester

15. feb. – Oporto – Leeds

16. feb. – Nice N Sleazy – Glasgow

17. feb. – The Flapper – Birmingham

18. feb. – The Louisana – Bristol

19. feb. – Kamio – London

20. feb. – Green Door Store – Brighton

 

Skrifaðu ummæli