FUFANU SENDIR FRÁ SÉR GLÆSILEGT 360 MYNDBAND

0

fufanu 2

Hljómsveitin Fufanu er á massa siglingu um þessar mundir en sveitin var að senda frá sér brakandi ferskt myndband við lagið „Plastic People.“ Fufanu hefur verið á talsverðu flakki að undanförnu og hefur sveitin komið fram með hljómsveitum eins og The Vaccines, Bo Ningen, Blur, John Grant og nú Radiohead í gærkvöldi á Secret Solstice.

fufanu

Nýlega kom út viðhafnar útgáfa af plötunni Few More Days To Go og inniheldur hún hvorki meira né minna en tuttugu lög.

Umrætt myndband er í svokölluðum 360 gráðu stíl og getur sjálfur  áhorfandinn ráðið sjónarhorninu, virkilega flott!

Snorri Sturluson eða Snorriman eins og hann er iðulega kallaður leikstýrði myndbandinu og gerir hann það listarlega vel.

 

Comments are closed.