FUFANU SENDA FRÁ SÉR LAGIÐ „NOW“ OG BREIÐSKÍFAN ER VÆNTANLEG

0

fufanu all

Hljómsveitin Fufanu hefur verið að gera það ansi gott að undanförnu en þeir hafa meðal annars verið að spila með listamönnum eins og Damon Albarn, Blur, The Vaccines og Bo Ningen. Kapparnir lönduðu plötusamning við útgáfufyrirtækið One Little Indian og mun fyrsta breiðskífa þeirra félaga “Few More Days To Go“ koma í verslanir 27. Nóvember.

fufanu 2

Fufanu hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar að undanförnu en bandið byrjaði sem techno dúó undir nafninu Captain Fufanu. Tónlist Fufanu má lýsa sem dekkri fantasíu sem leiðir mann um dökk húsasund um nótt, frekar töff!

Fufanu voru að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Now“ frábært lag hér á ferð frá einni svölustu hljómsveit landsisn!

Bandið hefur aldrei verið betra, en þeir eru að spila mikið á erlendis um þessar mundir, en hér má sjá hvar drengirnir verða í Október:

24 – Liverpool, Studio 2
25 – Glasgow, King Tuts
26 – Manchester, The Castle
27 – Leeds, Oporto
29 – Birmingham, Sunflower Lounge
30-  London, The Lexington

Hér er hægt að forpanta plötuna:

http://indian.co.uk/shop/fufanu/few-more-days-to-go.html

http://pgg.io/p/gopage.do?id=11032802

http://fufanumusic.tumblr.com

 

 

Comments are closed.