FUFANU ERU KOMNIR Í SPORTGALLANN

0

FUFANU

Rokkararnir í  Hljómsveitinni Fufanu voru að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem nefnist „Sports.“ Lagið er tekið af væntanlegri plötu sveitarinnar en Fufanu menn hafa verið á hraðri siglingu að undanförnu.

FUFANU 2

Sveitin hefur unnið með ekki ómerkari mönnum en Damon Albarn oft kenndur við Blur og Gorillaz og Nick Zinner úr hljómsveitinni Yeah Yeah Yeahs, ekki amarlegt það!

„Sports“ er virkilega draumkennt og töff lag og ætti það að fá hvern mann til að dilla sér og kinka kolli! Myndbandið er mikil snilld en þar má sjá fólk stunda allskonar íþróttir en herlegheitin eru tekin upp í einni töku!

Comments are closed.