FRUMSÝNT Á ALBUMM FROSTI GRINGO MEÐ JÓLASMELLINN „ALLSBER Í DESEMBER“

0

gringo 2

Tónlistarmaðurinn Frosti Jón Runólfsson eða Frosti Gringo eins og hann er alltaf kallaður sendir frá sér jólasmellinn „Allsber Í Desember.“ Lagið samdi hann í fyrra og rataði það í  jólalagakeppni Rúv en komst ekki í úrslit. Lagið fékk því að dúsa í skúffuni í í eitt ár.

„Nú þegar líða fer að jólum, sem er alltaf mjög skrýtinn tími fyrir mig af sökum fortíðarþrár og blendna tilfinninga, þá mundi ég eftir þessu lagi og fannst það einhvers konar synd að yfirgefa það ofan í dýpstu fólderum mistaka minna“ – Frosti Gringo

gringo1

Lagið fjallar um fortíðarþrá örvæntingarfulla nútímann og er Texti lagsins einhverskonar „flashback.“

„Titill lagsin kemur frá því þegar við vinirnir í hverfinu fórum út að njósna eftir kvöldmat, ætli við höfum ekki verið sjö eða átta ára. Eldra par bjó í Brekkubyggð í Garðabæ sem var alltaf nakið heima hjá sér, gerandi hina hversdagslegustu hluti. Þetta þótti okkur spennandi“ – Frosti Gringo

gringo 3

Myndbandið við lagið er virkilega skemmtilegt en það samanstendur af ljósmyndum úr æsku Frosta og segir hann lagið og myndbandið vera ástarlag frá sér til fjölskyldu sinnar.

Textinn Allsber Um Jólin:

Ég á konu þrjá ketti og enga krakka.

eyddi öllu sem ég á í sígarettupakka

svo gleymdi ég mér við stýrið

keyrði fram hjá Ríkinu og upp kom í mér dýrið

 

úti er byrjað að snjóa

ég er á sumardekkjum og hef fengið nóg af…

 

það er allt svo einfalt í minningum                             

bræður mínir, ég, klæddir í náttfötum

 

mamma fór í sitt fínasta púss

pabbi blindfullur tók blússandi rúss  

 

við tókum rosa slæmar myndir

fyrirgáfum hvorum öðrum okkar syndir

 

bróðir minn fékk Sepultura ég fékk Alice in chains

fengum fyrsta geislaspilarann allir þrír eins

hver ætlar að taka ömmu í ár ?

nú er hún farin hugsa til hennar og felli tár

 

hlakka til að hitta Sigga og Skapta

sjá mömmu brosa og hlusta á pabba minn kvarta

flugeldalykt er í loftinu

ekki króna á visa kortinu

 

ég man eftir að hoppa fram af húsþökum ofan í snjóskafla

 nú sit ég hérna með rautt nef eins og Rúdolf…

ég man eftir að teika strætó alla leið til Álftaness frá Garðabæ…

ég man eftir miðanum sem sagði Frosti má kaupa winston lights…”

 

ekkert hvetur betur en kaldur veturinn

undir smásjá er tár eins og demantur

gnístandi depurðin er ekki nóg í dag

hún færir skugga yfir þitt blóðrauða sólarlag

 

stundum er lífið allsvakaleg byrði

að vera saman á jólunum gerir allt þess virði

þorláksmessan var andskoti hressandi

týndi pakka á mónakó djöfull var það stressandi

 

brennir kertið frá báðum endum

ljósið er bjart

þótt þú hafir brennt þig þá lærðir þú margt

 

ég man eftir að brjóta klakann á tröppunum í kirkjunni

svo að ég og Loftur gætum skeitað útí myrkrinu

ég man eftir að njósna á gluggann í brekkubyggð

þar bjó eldra par sem var alltaf nakið

 

þau voru allsber í desember…

Comments are closed.