FRUMSÝNINGARGLEÐI SESAR A Á GAUKNUM 29.JANÚAR & FRÍTT NIÐURHAL

0

1517586_786481838086897_627752948880983148_n


Í tilefni af frumsýningu nýrra tónlistarmyndbanda Sesar A og enduropnun heimasíðunnar, www.sesar-a.com, verður slegið upp gleðskap á Gauknum að kvöldi 29.janúar.

Heimasíðan, sem fór fyrst í loftið árið 2000, er núna orðin miðstöð tengla fyrir það helsta sem tengist Sesar A á netinu. Þar er m.a. beintenging inn á samfélagsmiðlana, myndbandsrásir á vimeo og þúskjánum (youtube) sem og bandcamp síðu Sesar A.

Síðastnefnda síðan, www.sesara.bandcamp.com/releases, býður upp á frítt niðurhal af nýja laginu „Láttu renna“. Allar plötur Sesar A eru einnig væntanlegar þar inn: „Stormurinn á eftir logninu“, „Gerðuþaðsjálfur“ og „Of gott…“. Gestur á síðunni ræður hvort hann styrkir listamanninn, fyrir niðurhal á lögum hans, eða setur „0“ í reit fyrir kaupverð og halar þannig niður frítt.

Stundvísleg kl. 23, á Gauknum 29.janúar nk, verða frumsýnd ný tónlistarmyndbönd við lögin „Láttu renna“ og „Nema hvað“.

Í framhaldi leikur Sesar A ásamt Dj Kocoon og Anítu Laskar fyrir dansi, sérstakir gestir eru Blaz Roca, Herra Hnetusmjör og Dj Moonshine.

Skífuþeytingar í höndum Dj Kocoon & Dj Moonshine.

Aðgangur er ókeypis, happy hour á barnum frá kl. 21-22.

Comments are closed.