Frumsýning: Warmland sendir frá sér myndband við lagið „Nicest”

0

Hljómsveitin Warmland var að senda frá sér myndband við lagið „Nicest” sem kom út fyrir stuttu. Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen skipa sveitina en kapparnir hafa svo sannarlega komið víða við á löngum og viðburðarríkum ferli! Myndbandið er einkar glæsilegt og óhætt er að segja að þetta sé konfekt fyrir bæði augu og eyru!

Sveitin kemur frá á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem fer fram dagana 7. – 10. Nóvember næstkomandi. Hrafn Thoroddsen leikstýrði myndbandinu og er ekkert annað í stöðunni en að skella á play og taka sér smá pásu frá amstri dagsins!

Skrifaðu ummæli